spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMikilvægur sigur heimamanna á Meistaravöllum

Mikilvægur sigur heimamanna á Meistaravöllum

KR lagði Sindra á Meistaravöllum í kvöld í fyrstu deild karla. Eftir leikinn er KR í 1.-3. sæti deildarinnar með 28 stig líkt og ÍR og Fjölnir. Sindri er hinsvegar í 4. sætinu með 22 stig.

Heimamenn í KR voru með yfirhöndina frá upphafsmínútum leiksins. Leiða með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta, 26-18 og 10 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-40.

KR gerir svo nánast útum leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Breikka bilið í 22 stig í þriðja leikhlutanum og eru 78-56 yfir fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða bæta þeir svo enn í og vinna að lokum með 29 stigum, 109-80.

Atkvæðamestir heimamanna í kvöld voru Adama Darboe með 18 stig, 8 stoðsendingar og Gunnar Ingi Harðarson með 20 stig.Fyrir gestina var það Sam Prescott sem dró vagninn með 20 stigum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -