spot_img
HomeFréttirMikilvæg stig í súginn

Mikilvæg stig í súginn

22:38

{mosimage}
(Úr leik Hauka og ÍR í kvöld)

Það var stórskemmtilegur leikur að Ásvöllum í kvöld þegar Haukar tóku á móti bikarmeisturum ÍR. Bæði lið þurftu á stigum að halda, ÍR til að tryggja sér 7. sætið og Haukar til að halda sér í deildinni. Það var á lokasekúndum leiksins sem sigurkarfan kom í ljós.

Liðin skiptust á að skora mest allan leikinn og hvorugt liðið náði að stinga af. Tölur eins og 7-7, 27-27, 33-33, 44-44 voru gegnum gangandi. Alls breyttist forystan 17 sinnum. Það var ekki fyrr en í blálokin sem að Hreggviður Magnússon náði að stela boltanum af Sævar Haraldssyni á miðju vallarins. Hann brunaði í sniðskot sem for ofaní og ÍR var yfir 95-97 þegar 1.7 sekúnda var eftir. Haukar fengu tvær tilraunir til að reyna að jafna en þriggja-stiga skot Gunnars Stefánssonar geigaði í endann.

Leikurinn var stórskemmtilegur og sóknin var í fyrirrúmi. Hvorugt liðið náði að loka miðjunni og leikmenn beggja liða skoruðu mikið undir körfunni. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon sterkur og skoraði hann 14 stig, Nate Brown var sterkur og sjóðandi heitur fyrir utan þriggja-stiga línuna með fimm körfur. Hann skoraði alls 21 stig. Ómar Sævarsson var drjúgur með 10 stig ásamt Keith Vassel sem skoraði 9 stig og Eiríkur Önundarson var með 15.

Hjá Haukum var Wayne Arnold óstöðvandi á tímabili og skoraði hann samtals 35 stig. Sveinn Ó. Sveinsson var sterkur undir körfunni með 15 stig. Predrag Novakovic var sterkur þegar hann fékk boltann við körfuna en að öðru leyti var honum mislagðar hendur.

Haukar verða að vinna næsta leik til að halda sér í deildinni á meðan ÍR er á góðu róli og verða án efa sterkir í úrslitakeppninni.

Mynd og frétt: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -