spot_img
HomeFréttirMikill hugur í mönnum á Akureyri

Mikill hugur í mönnum á Akureyri

Fyrir nokkru stóð áhugafólk um körfuknattleik í samstarfi við körfuknattleiksdeild Þórs að opnum fundi þar sem málefni körfuboltans var rætt. Farið var yfir starf vetrarins á sem víðsta grunni, unglingastarfið og rekstur meistaraflokka. Þetta kemur fram á www.thorsport.is
Fram kom á fundinum að rekstur körfuknattleiksdeildarinnar í vetur hafi þegar á heildina er litið, gengið vel. Þrátt fyrir það að  meistaraflokkur  karla hafi byrjað leiktíðina heldur illa hafi liðið smán saman fundið taktinn og komið sér á ágætis ról. Meistaraflokkur kvenna tefldi ekki fram liði í deildarkeppninni en tók þátt í bikarnum. Þar á sér stað mikil uppbygging og horfa menn þar fram á bjartari tíma.
 
Yngri flokka starfið er í miklum blóma og hefur iðkendum fjölgað mjög jafnt og þétt og horfa menn björtum augum fram á veginn. Ekki einvörðungu hafi iðkendum fjölgað heldur koma æ fleiri að starfinu og sannast þar hið forkveðna ,,margar hendur vinna létt verk“.   Þótt körfuboltavertíðinni sé ekki formlega enn lokið er undirbúningur að næsta vetri komin á fullt og mikill hugur er í mönnum um að nýta sér þann meðbyr sem nú blæs.
 
Mynd/ Páll Jóhannesson – Frá leik Þórs í 1. deild þetta tímabilið.
 
www.thorsport.is
  
Fréttir
- Auglýsing -