spot_img
HomeFréttir„Mikill fengur að fá Bryndísi“

„Mikill fengur að fá Bryndísi“

Snæfell teflir fram Bryndísi Guðmundsdóttur í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar heimsækja Grindavík í Mustad-höllina í Grindavík. Þetta verður fyrsti leikur Bryndísar með Snæfell síðan síðastliðið vor.

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagði það mikinn feng fyrir sitt lið að fá Bryndísi aftur inn í hópinn.

„Bryndís spilar með okkur í kvöld gegn Grindavík og er enginn að fara að sigra heiminn, við þurfum öll að gera meira en í síðasta leik til að vinna og það er leikjaplanið fyrir kvöldið. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Bryndísi aftur inní hópinn og á hún svo sannarlega eftir að hjálpa liðinu þegar að allt verður komið í takt. Bryndís er ein af liðinu og það verður gaman að sjá hvað hún gerir á parketinu.“

Fréttir
- Auglýsing -