spot_img
HomeFréttirMikill áhugi fyrir heimsókn Karfan.is og RÚV

Mikill áhugi fyrir heimsókn Karfan.is og RÚV

 Nú um helgina fór Karfan.is í samstarfi við RÚV í heimsókn til Zaragoza í þeim tilgangi að sjá stórleikinn á milli Hauk Helga Pálssonar og Jón Arnórs Stefánssonar.  Leikurinn var besta skemmtun en hinsvegar hafa okkar menn átt betri leiki. Haukur fékk ekki að spreyta sig að þessu sinni og Jón náði sér ekki á strik í það minnsta sóknarlega.  En þrátt fyrir það þá litum við á bakvið tjöldin inní líf kappanna og í næstu viku verður afraksturinn sýndur bæði á RÚV og hér á Karfan.is
 Heimsókn okkar til  Spánar vakti gríðarlega athygli hjá heimamönnum og að íþróttafréttaritari alla leið frá íslandi væri mættur að fylgjast með leiknum þótti mjög merkilegt.  Öll aðstaða í kringum liðin var virkilega fagmannleg og þarna er þetta alvöru eins og þeir segja.  Strákarnir hafa það gott og báðu fyrir kveðjum heim til íslands. 
 
Á heimasíðu ACB var undirritaður tekinn í viðtal (fyrsta viðtalið á löngum ferli) og sýndi það hversu mikin áhuga þeir höfðu á þessu framtaki okkar.  Þeir sem eru sleipir í spænskunni geta lesið það hér.  Reyndar fibbaðist þeim enskukunnátta mín því þeir segja að fleiri atvinnumenn frá íslandi séu í Sviss en þeir eru að sjálfsögðu í Svíþjóð. 
 
 
 
 
Mynd: ACB.com
Fréttir
- Auglýsing -