spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMikil spenna fyrir lokaumferðina

Mikil spenna fyrir lokaumferðina

Mikil spenna er um hvaða lið fari beint upp úr fyrstu deild kvenna fyrir lokaumferð deildarinnar sem fram fer komandi þriðjudag 2. apríl. Fyrir lokaumferðina eru Hamar/Þór, Aþena og KR jöfn í 1.-3. sæti með 30 stig. Hamar/Þór leikur gegn Ármanni í lokaumferðinni og á sama tíma mætast Aþena og KR í Austurbergi.

Staðan fyrir lokaleikina

  • Vinni Hamar/Þór og Aþena verður Hamar/Þór efst.
  • Vinni Hamar/Þór og KR verður KR efst
  • Tapi Hamar/Þór verður sigurvegari leiks Aþenu og KR efst.

Það er því ljóst að deildarmeistaratitillinn fer á loft í Austurbergi eða í Laugardalshöll á þriðjudag, en liðin sem enda í 2.-4. sæti deildarinnar fara í umspil um annan farmiða upp með liðinu sem endar í 9. sæti Subway deildarinnar.

Leikir lokaumferðarinnar

Stjarnan U ÍR – kl. 18:00

Aþena KR – kl. 19:00

Tindastóll Keflavík U – kl. 19:00

Ármann Hamar/Þór – kl. 19:00

Fréttir
- Auglýsing -