Fimmta umferð Bónusdeildar karla hófst í kvöld með fjórum leikjum. Þar á meðal tóku Valsmenn á móti funheitum Grindvíkingum, eina taplausa liðið í deildinni. Valsmenn hafa tapað tveimur og unnið tvo, reyndar síðustu tvo leikina sína. En Valsleikirnir hafa verið naglbýtar, nema kannski á móti Ármann, þannig að fyrirfram mátti búast jafnvel við hörkuleik.
Því var samt alls ekki að heilsa, Grindavík sýndi það og sannaði að þeir eru besta lið landsins í dag, reyndar átti allt Valsliðið nema kannki Kristófer, algjöran hauskúpuleik. Grindavík vann leikinn 55 – 90.
Víkurfréttir ræddu við Jóhann Ólafsson þjálfara Grindavíkur eftir leik í N1 höllinni.
Viðtöl upphaflega birt á vef Víkurfrétta.



