spot_img
HomeFréttirMikil meiðsli í Stykkishólmi

Mikil meiðsli í Stykkishólmi

Byrjunarliðsmenn Snæfells, þeir Geir Elías Úlfur Helgason og Jón Páll Gunnarsson, verða ekki í leikmannahóp Snæfells næstu vikurnar vegna meiðsla. Þeir hafa nú þegar misst einn leik út gegn Gnúpverjum, sem lauk með tapi Snæfells; 79-83.
 

Meiðslin lýsa sér þannig að Geir Elías fékk andstæðing á sköflunginn með þeim afleiðingum að hann tognaði á liðböndum á hné og verður frá í óákveðin tíma. Hugsanlega 2-4 vikur, samkvæmt heimasíðu Snæfells

Jón Páll fékk slæmt högg fyrir tveimur árum á West Side leikum framhaldsskólanna fékk aftur slæmt högg á höfuðið þegar að hann ætlaði að taka ruðning á erlendan leikmann Skallagríms í leik liðanna fyrir viku síðan og verður hann frá í 3-6 vikur. 

Geir Elías hefur leikið vel með Snæfell og hefur að meðaltali skorað 13.2 stig, tekið 4.1 fráköst og gefið 3.3 stoðsendingar í leik. Jón Páll hefur einnig leikið vel og hefur að meðaltali skorað 7.6 stig, tekið 3.4 fráköst og gefið 2.6 stoðsendingar í leik.  

Eins og áður sagði fengu Snæfell Gnúpverja í heimsókn í gærdag, en næsta föstudag (26. janúar) heimsækja þeir Breiðablik í Kópavoginn og mánudaginn 29. janúar ferðast strákarnir vestur á Ísafjörð og leika gegn Vestra. Ljóst að þétt og erfitt prógram er í vændum hjá Hólmurum.

Það er vonandi að bati þeirra Geirs og Jóns verði góður og þeir geti leikið með liðinu sem fyrst.

Fréttir
- Auglýsing -