Njarðvík hefur framlengt samning sinn við Snjólf Marel Stefánsson fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Snjólfur Marel er 27 ára framherji sem að upplagi er úr Njarðvík, en hann hefur einnig leikið fyrir meistaraflokka Selfoss og Álftaness ásamt því að hafa á sínum tíma einnig verið í bandaríska háskólaboltanum. Samkvæmt tilkynningu Njarðvíkur er það félaginu mikið ánægjuefni að Snjólfur verði áfram í grænu Ljónahjörðinni í jafnri og spennandi Bónus deild.



