spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMike Phillips til Hamars

Mike Phillips til Hamars

Hamar hefur samið við bandaríska leikmanninn Mike Phillips um að leika með liðinu út tímabilið. Mike er 28 ára, tveggja metra framherji sem hefur mikla reynslu sem atvinnumaður.

Phillips lék með Howard í fyrstu deildinni í háskólaboltanum, þar sem hann var með 12 stig og 7 fráköst að meðaltali á lokaárinu sínu.

Mike hefur komið víða við á sínum atvinnumannaferli. meðal annars hefur hann spilað á Spáni, Bolivíu, Chile og núna síðast í Ástralíu.

Fréttir
- Auglýsing -