ÍR ingar sem leikið hafa án bandarísks leikmanns það sem af er tímabilinu hafa fengið til liðs við sig leikstjórnandann Mike Jefferson og mun hann leika með liðinu út tímabilið.
Jefferson er 25 ára og lék með svissneska liðinu Geneve Devils við góðan orðstír 2008-09. Þar skoraði hann 15,7 stig í leik og gaf 5,4 stoðsendingar.
Í háskóla lék kappinn með High Point skólanum, þar af fyrstu tvö tímabilin með Landon Quick núverandi leikmanni Hauka.
Mynd: Gunnar Sverrisson



