spot_img
HomeFréttirMike D´Antoni hættur með Knicks

Mike D´Antoni hættur með Knicks

 Samkvæmt ESPN.com þá er Mike D´Antoni hættur sem þjálfari NY Knicks í NBA deildinni. Ástæður uppsagnarinnar eru sagðar vera skoðana skipti þjálfarans og stjórnar Knicks varðandi framtíðar liðsins. Með 18 sigra gegn 24 töpum á leiktíðinni þá er ekki hægt að segja að árangur hans hafi verið í takti við það sem búist var við liðinu. 
 Eftir að hafa byrjað mótið illa þá áttu Knicks flott "run" í febrúar þar sem þeir sigruðu 8 leiki geng 1 tapi. Á því tímabili blómstraði einmitt Jeremy Lin á meðan kanónur á borð við Carmelo Anthony voru meiddir.  Óvíst er hver tekur við liðinu sem stendur en nafn Phil Jackson hefur verið nefnt og einnig Mike Woodson sem verður nú þjálfari liðsins þangað til annað verður ákveðið. 
Fréttir
- Auglýsing -