spot_img
HomeFréttirMike Brown rekinn frá Cleveland

Mike Brown rekinn frá Cleveland

Cleveland Cavaliers hafa rekið þjálfara sinn Mike Brown eftir fimm ára starf þar sem hann reyndi að byggja meistaralið í kringum LeBron James. Eftir að Cavs féllu úr leik í úrslitakeppninni eftir að hafa náð besta árangri allra liða í deildarkeppninni, annað árið í röð, var fastlega við því búist að Brown yrði láta taka pokann sinn.
 
James er með lausan samning í sumar og var ljóst að hann vildi ekki vinna áfram með Brown. Í von um að halda í hann, létu forsvarsmenn Cavs þjálfarann fara, en James og hans fólk eru að vinna að því að fá John Calipari sem þjálfara hvar svo sem James endar, í New York, New Jersey, Chicago eða jafnvel bara í Cleveland, þar sem hann hefur verið allan feril sinn.
 
Þjálfaramál eru flókin í NBA núna þar sem New Orleans Hornets, New Jersey Nets, Atlanta Hawks, Los Angeles Clippers og Chicago Bulls eru öll án þjálfara og Philadelphia er nýbúið að ráða Doug Collins aftur til liðsins.

 
Fréttir
- Auglýsing -