spot_img
HomeFréttirMiðasala hafin á fyrsta leik karlalandsliðsins

Miðasala hafin á fyrsta leik karlalandsliðsins

19:27

{mosimage}
(Jón Arnór í leik gegn Finnum haustið 2006)+

Miðasala hófst í dag á Norðurlandaslag Íslands og Danmerkur sem fram fer miðvikudaginn 10. september nk. kl. 20:45 í Laugardalshöll, en forsala fer fram á midi.is.

Leikurinn hefst strax að loknum leik Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010, sem fram fer steinsnar frá Laugardalshöllinni.

Leikurinn er sá fyrsti sem íslenska liðið leikur í B-deild EM þetta árið.  Danir leika hins vegar sinn fyrsta leik laugardaginn 6. september, er þeir taka á móti Austurríkismönnum.  Jón Arnór Stefánsson leikur að nýju með íslenska landsliðinu, en hann lék síðast með liðinu haustið 2006.

Mynd: Snorri Örn

Fréttir
- Auglýsing -