Oddaleikur KR og Grindavíkur fer fram í DHL höllinni sunnudagskvöldið 30 apríl kl 19:15. Líkt og í síðustu leikjum liðanna má búast við húsfylli og gott betur en það.
Talið er að um 2500 mann hafi verið í húsinu er þessi sömu lið mættust við sama tilefni árið 2009 í virkilega eftirminnilegum leik. Vegna þessa má búast við að uppselt verði á leikinn en forsvarsmenn KR hafa sagst ætla að koma sem flestum fyrir í húsinu á þessum magnaða leik.
Hægt er að kaupa miða í forsölu á http://www.kr.is/midasala til að tryggja sér miða á þennan frábæra leik. Myndband frá leiknum 2009 má finna hér að neðan til að hita upp fyrir morgundaginn: