06:00
{mosimage}
(Michael Redd er einn besti leikmaður í sögu Milwaukee)
Michael Redd leikmaður Milwaukee Bucks telur að tímabilið sem er að klárast hafi verið vonbrigði fyrir félagið enda hefur gengi liðsins verið afleitt í vetur. Þeir eru eins og er þriðja neðsta lið austurdeildarinnar með aðeins 24 sigra og 48 tapleiki.
,,Síðasta tímabil var ekki eins slæmt og þetta. Á síðasta tímabili áttum við í miklum meiðslavandræðum og hefðum verið mikið betri ef ekki hefði komið til þeirra. Í vetur er ekki hægt að kenna meiðslunum um,” sagði Redd og taldi ekki neitt jákvætt koma út úr tímabilinu.
,,Staðreyndin er að þegar við verðum að vinna og keppa um titilinn í framtíðinni munum við meta þessa daga. Fyrir utan það hefur karakterinn batnað, þrautseigjan hefur aukist. Ég hef þroskast á þessum sviðum og er þolinmóðari að öllu leyti,” sagði Redd en lið hans mætir í nótt öðru liði sem er í vandræðum en það er fyrrverandi stórveldið New York.
Mynd: AP



