spot_img
HomeFréttirMichael Jordan kennir OJ Mayo lexíu

Michael Jordan kennir OJ Mayo lexíu

Árið 2006 var OJ Mayo einn öflugasti körfuboltaspilarinn í highschool og á sínu síðasta ári. Honum var boðið að taka þátt í körfuboltabúðum sem Jordan heldur árlega ásamt mörgum öðrum á hans aldri eins og Glen Davis, Jared Dudley og Jerryd Bayless. Jordan og Mayo spiluðu nokkra leiki í sitt hvoru liðinu. Allir krakkarnir í búðunum fengu að horfa á þessa leiki eins og vant er. Jordan vann fyrsta, Mayo þann næsta. Þá byrjaði guttinn að láta meistarann heyra það, talandi um að hann ráði ekki við sig.
 
Að svo stöddu fyrirskipar Jordan að allir áhorfendur fari út úr húsinu. Svæðinu lokað og aðeins keppendur í leiknum á staðnum.
 
Skólinn var hafinn og búið að hringja inn í tíma. Mayo sestur á skólabekkinn hjá þeim besta allra tíma og lærði dýrmæta lexíu: 43 ára eða ekki þá getur hann enn jarðað þig á körfuboltavellinum.
 
Fréttir
- Auglýsing -