spot_img
HomeFréttirMiami vann grannaglímuna og 27. leikinn í röð

Miami vann grannaglímuna og 27. leikinn í röð

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og Miami Heat sýna áfram sparihliðarnar þar sem liðið vann sinn 27. deildarleik í röð þegar liðið lagði Orlando Magic 94-108 í grannaglímu liðanna.
 
Sem fyrr daðraði LeBron James við þrennuna með 24 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Met LA Lakers frá tímabilinu 1971-1972 er nú komið í stórfellda hættu en liðið úr Englaborginni vann þá 33 deildarleiki í röð. ,,Þessi sögulega sigurganga okkar snýst um að vinna meistaratitla. Fyrir það viljum við vera þekktir en við höfðum ekkert markmið í huga sem hljóðaði upp á einhverja langa sigurgöngu í deildinni,” sagði LeBron James eftir leikinn í nótt.
 
Jameer Nelson var svo atkvæðamestur í liði Orlando með 27 stig, 12 stoðsendingar og 5 fráköst. Miami er sigursælasta lið NBA deildarinnar um þessar mundir með 56 sigra og 14 tapleiki. Grannar þeirra í Orlando eru víðsfjarri úrslitakeppninni og eru næstneðsta lið austurstrandarinnar og hafa tapað sjö leikjum í röð. Eina liðið í NBA deildinni austanmegin sem er neðar en Orlando er lið Michael Jordan, Charlotte Bobcats með 16 sigra og 54 tapleiki.
 
Tilþrif næturinnar:
 
 
Úrslit næturinnar:

FINAL
 
7:00 PM ET
MEM
94
WAS
107
24 31 19 20
 
 
 
 
26 29 21 31
94
107
  MEM WAS
P Conley 23 Wall 47
R Randolph 7 Okafor 9
A Conley 7 Wall 8
 
Highlights
 
FINAL
 
7:00 PM ET
Fréttir
- Auglýsing -