spot_img
HomeFréttirMiami vann fyrsta leikinn í úrslitaseríunni gegn Dallas

Miami vann fyrsta leikinn í úrslitaseríunni gegn Dallas

 
Miami Heat tók í nótt 1-0 forystu í úrslitum NBA deildarinnar eftir 92-84 sigur á Dallas Mavericks. LeBron James var atkvæðamestur í liði Heat með 24 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 27 stig og 8 fráköst.
LeBron fann sig ágætlega utan við þriggja stiga línuna og setti niður 4 af 5 þristum sínum í leiknum og Heat tóku völdin í þriðja leikhluta þegar þeir unnu upp átta stiga forskot Dallas og fóru að lokum með sigur af hólmi.
 
Hjá Heat bætti Chris Bosh við 19 stigum og 9 fráköstum og Dwayne Wade við 22 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Næstefstur á blaði hjá Dallas var Shawn Marion með 16 stig og 10 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -