spot_img
HomeFréttirMiami vann Chicago og Cleveland landaði sigri gegn Boston

Miami vann Chicago og Cleveland landaði sigri gegn Boston

Í nótt fóru átta leikir fram í NBA deildinni þar sem Miami Heat höfðu betur gegn Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Boston þar sem þeir lögðu heimamenn með eins stigs mun.
Boston 87-88 Cleveland
Nýliðinn Kyrie Irving fór fyrir liði Cleveland með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Þá var Ray Allen með 22 stig í liði Boston en hann setti niður 4 af 6 þristum sínum í leiknum. Nýliðinn Irving var sáttur enda gerði hann sigurstig leiksins þegar tvær sekúndur voru til leiksloka er hann braut sér leið upp að körfunni.
 
 
Miami 97-93 Chicago
LeBron James fór mikinn í liði Miami með 35 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick Rose lét ekki sitt eftir liggja hjá Bulls með 34 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
New Jersey 73-94 Toronto
Orlando 85-106 Indiana
Dallas 101-100 San Antonio
New Orleans 72-94 Atlanta
Minnesota 101-106 LA Lakers
Denver 105-109 LA Clippers
 
Fréttir
- Auglýsing -