spot_img
HomeFréttirMiami tók 3-2 forystu gegn Indiana

Miami tók 3-2 forystu gegn Indiana

Meistarar Miami Heat leiða 3-2 gegn Indiana Pacers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Miami vann fimmtu viðureign liðanna í nótt 90-79. Sjötta viðureign liðanna fer fram á heimavelli Indiana en Miami þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að komast áfram í úrslit NBA deildarinnar. Í úrslitum bíða San Antonio Spurs.
 
LeBron James gerði 30 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Miami í nótt en hann leiddi liðið áfram og barði hörku í sína menn. Talandi um hörku þá voru pústrar um víðan völl og nokkrum sinnum við það að sjóða upp úr svo viðureign liðanna aðfararnótt sunnudags ætti að verða eitthvað!
 
Udonis Haslem bætti við 16 stigum og 3 fráköstum hjá Miami en í liði gestanna var Paul George með 27 stig og 11 fráköst og Roy Hibbert gerði 22 stig og tók 6 fráköst.
 
Topp 5 tilþrif leiksins
  
 
Mynd/ LeBron James lék eins og sá er valdið hefur!
Fréttir
- Auglýsing -