spot_img
HomeFréttirMiami stillir Bulls upp við vegg og leiðir 3-1

Miami stillir Bulls upp við vegg og leiðir 3-1

 
Miami Heat tók í nótt 3-1 forystu í úrslitum austurstrandarinnar gegn Chicago Bulls. Liðin mættust í sínum fjórða leik á heimavelli Heat þar sem LeBron fór fyrir heimamönnum sem unnu 101-93 sigur eftir framlengdan leik.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var 85-85 þar sem LeBron James og Derrick Rose skiptust á að vera klaufalegir í tilraunum sínum til þess að stela sigrinum. Framan af framlengingunni var jafnt á með liðunum en Heat fóru á kostum síðustu rúma mínútuna og unnu að lokum 101-93.
 
LeBron James gerði 35 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Heat og Chris Bosh bætti við 22 stigum og 6 fráköstum. Þá var Dwyane Wade með 14 stig og 4 varin skot. Hjá Bulls var Derrick Rose með 23 stig og 6 stoðsendingar og þeir Luol Deng og Carlos Boozer voru báðir með 20 stig og Boozer auk þess með 11 fráköst.
 
Fimmti leikur liðanna er í United Center, heimavelli Bulls, þar sem Heat getur með sigri tryggt sér austurstrandartitilinn. Það lið sem vinnur rimmuna mætir annað hvort Dallas eða Oklahoma í úrslitum NBA en Dallas leiðir 3-1 í þeirri rimmu.
 
Mynd/ LeBron James setti 35 stig á Bulls í nótt og þar af 13 í fjórða leikhluta.
 
Fréttir
- Auglýsing -