spot_img
HomeFréttirMiami skellti Sixers

Miami skellti Sixers

Andre Iguodala go félagar fengu snöggkælingu í nótt þegar LeBron James og Dwyane Wade komu í heimsókn með Miami Heat. Alls voru tíu leikir á dagskránni í nótt þar sem Boston gerði góða ferð í stóra eplið og hafði betur gegn New York Knicks.
Philadelphia 79-99 Miami Heat
Dwyane Wade gerði 26 stig í liði Heat, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. LeBron James bætti við 19 stigum, 12 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá 76ers var Thaddeus Young atkvæðamestur með 16 stig og 5 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 106-89 Washington
Orlando 102-94 Cleveland
New Jersey 105-108 Minnesota
Detroit 88-80 Milwaukee
Boston 91-89 New York
Houston 99-81 Phoenix
Oklahoma 101-94 Memphis
Dallas 87-98 Indiana
Denver 89-93 LA Lakers
 
Fréttir
- Auglýsing -