spot_img
HomeFréttirMiami senda Beasley til Minnesota - David Lee frá Knicks til Golden...

Miami senda Beasley til Minnesota – David Lee frá Knicks til Golden State

Hlutirnir eru ekki hættir að gerast á leikmannamarkaði NBA þrátt fyrir að feitustu bitarnir séu farnir. Miami fór þá leið sem búist var við, að skipta framherjanum Michael Beasley til að rýma undir launaþakinu, en Beasley fór til Minnesota í skiptum fyrir valrétti.
Þá er Pat Riley ekki til setunnar boðið heldur verður hann nú að ráða 8-10 leikmenn til liðsins á lágmarkslaunum, en eins og stendur eru stórstjörnurnar þrjár, LeBron James, Chris Bosh og Dwayne Wade einu mennirnir í hópnum fyrir utan leikstjórnandann Mario Chalmers.
 
Talið er víst að stórskyttan Mike Miller sé efstur á óskalista Rileys, en hann verður sennilega að skoða menn fram eftir sumri.
 
Um leið veldur koma Beasleys ákveðnu lúxusvandamáli í Minnesota þar sem þeir eru þegar með tvo frábæra kraftframherja, Kevin Love og Al Jefferson, og sömdu einnig nýlega við miðherjann Darko Milicic, þannig að annaðhvort verður Beasley færður í skotframherjann, þar sem hann hefur oft leikið á ferlinum, eða einum af þessum leikmönnum verður skipt í burtu, en framkvæmdastjóri Minnesota vildi ekki útiloka neitt í þeim efnum.
 
Meðal annarra frétta má nefna að frákastamaskínan David Lee frá NY Knicks er að öllum líkindum á leið til Golden State Warriors. Um er að ræða leikmannaskipti þar sem Knicks fá Antthony Randolph, ungan og efnilegan kraftframherja, Kelzenna Azubuike og Ronny Turiaf. Lee fær 80 milljónir næstu sex árin samkvæmt samingnum.
 
Þá framlengdu Dallas Mavericks samninginn við miðherjann öfluga Brendon Haywood, sem mun fá 55 milljónir á næstu 6 árum.
 
LA Clippers fengu til sín tvo leikmenn, þá Randy Foye frá Washington og Ryan Gomes frá Minnesota.
 
Loks hafa Charlotte Bobcats samið við framherjann Tyrus Thomas, en hann mun fá 40 milljónir á fimm árum.
Fréttir
- Auglýsing -