Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat og Oklahoma City Thunder töpuðu bæði sínum fyrstu leikjum á tímabilinu. Miami mátti sætta sig við ósigur gegn Atlanta Hawks á heimavelli og þá urðu meistarar Dallas fyrstir til þess að leggja Oklahoma að velli.
Miami 92-100 Atlanta
Joe Johnson var stigahæstur í sigurliði Atlanta með 21 stig og 5 fráköst en LeBron James gerði 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Miami.
Dallas 100-87 Oklahoma
Dirk Nowitzki setti 26 stig á Oklahoma og tók 6 fráköst í meistaraliði Dallas en í liði gestanna var Kevin Durant stigahæstur sem fyrr og nú með 27 stig.
Önnur úrslit næturinnar:
Phoenix 102-91 Golden State
Boston 100-92 Washinton
New Jersey 98-104 Indiana
New York 85-90 Toronto
Detroit 89-78 Orlando
Minnesota 106-96 San Antonio
Denver 91-86 Milwaukee
Utah 94-90 New Orleans
Mynd/ Joe Johnson setti 21 stig á Miami í nótt



