spot_img
HomeFréttirMiami og Memphis byrja vel

Miami og Memphis byrja vel

 
Undanúrslit NBA deildarinnar hófust í gær og í nótt þar sem Miami Heat og Memphis Grizzlies tóku 1-0 forystu í seríum sínum. Miami lagði Boston 99-90 og Memphis tók fyrsta leikinn gegn Oklahoma á útivelli 101-114.
Miami Heat 99 – 90 Boston Celtics
Miami 1-0 Boston
Dwyane Wade fór á kostum í liði Heat með 38 stig og LeBron James bætti við 22 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá kom James Jones sterkur af bekknum hjá Heat með 25 stig. Ray Allen var svo atkvæðamestur í liði Boston með 25 stig og Paul Pierce bætti við 19 stigum og 7 fráköstum.
 
Oklahoma City Thunder 101 – 114 Memphis Grizzlies
Oklahoma 0-1 Memphis
Zach Randolph heldur áfram að gera mönnum lífið leitt á vesturströndinni og sallaði niður 34 stigum í nótt fyrir Grizzlies. Þá tók Randolph einnig 10 fráköst í leiknum en Spánverjinn Marc Gasol bauð einnig upp á tvennu með 20 stig og 13 fráköst. Hjá Oklahoma var Kevin Durant stigahæstur með 33 stig og 11 fráköst og Russell Westbrook bætti við 29 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.
 
Mynd/ Zach Randolph er í hörkugír um þessar mundir.
 
Fréttir
- Auglýsing -