spot_img
HomeFréttir"Miami mun ekki vinna 2014"

“Miami mun ekki vinna 2014”

 Steve Kerr fyrrum skotbakvörður og boltastrákur hjá Chicago Bulls var í viðtali á TNT þar sem hann starfar og tjáði hann þar sinni skoðun á því að hann teldi Miami Heat ekki hafa burði til þess að tryggja sér þriðja meistara titilinn í röð. “Þeir hafa verið of góðir of lengi.  Þeir hafa spilað 297 leiki á síðustu þremur árum. það er 21 leik meira en flest lið í deildinni og 33 leikjum meira en öll lið í austurdeildinni. Ég held að þeir hafi ekki kraft né heilsu í allt sem þú þarft til að vinna titilinn í þriðja skiptið” sagði Kerr
 ” Það tekur á sálina og það er þreytandi að takast á við þetta ár eftir ár og sérstaklega fyrir Miami Heat sem eru stöðugt undir smásjánni hjá öllum og eru reglulega gagnrýndir fyrir sinni leik.  Svo eru það meiðsli sem taka sinn toll en Wade og Bosh hafa þurft að eiga við þau síðastliðin ár þannig að ég held að þeir muni ekki sigra austurdeildina næsta tímabil. Ég hef trú á að Chicago Bulls muni jafnvel taka austrið á næstu leiktíð.” sagði Kerr í viðtalinu. 
 
Síðast þegar lið náði að komast 4 sinnum í úrslita einvígið í NBA þá voru það Larry Bird og félagar í Boston Celtics árin 1984-87.  Líklega hefðu Chicago Bulls gert þar ef Michael Jordan hefði ekki lagt skóna á hilluna 93 eða 98. 
 
Kerr ætti svo sem að vita eitthvað um það að komast í úrslitaeinvígið og vinna titla,  en hann lék bæði með Michael Jordan og Tim Duncan  og þá undir Gregg Popovich og Phil Jackson. 
Fréttir
- Auglýsing -