spot_img
HomeFréttirMiami lagði Lakers

Miami lagði Lakers

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt. Meistarar Miami Heat lögðu Lakers og Boston Celtics mörðu Denver Nuggets eftir þríframlengdan hjartastyrkjandi leik!
 
Miami 107-97 LA Lakers
LeBron James gerði 32 stig tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í sigurliði Miami og Dwyane Wade bætti við 30 stigum og 5 stoðsendingum. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði Lakers með 28 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar eða tveimur fleira en restin af liðsfélögum sínum samanlagt og leikur Bryant nú með stoðsendingamaskínunni Steve Nash…já raunveruleikinn er oft furðulegri en skáldskapurinn.
 
Boston 118-114 Denver
Paul Pierce var með svaðalega þrennu, 27 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í liði Boston! Jason Terry bætti svo við 26 stigum af bekknum hjá Boston. Í liði Denver var Ty Lawson með 29 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar en Lawson kom Denver inn í fyrstu framlengingu þegar hann jafnaði af harðfylgi 92-92. Fyrsta framlengingin fór 7-7 og önnur framlengingin 8-8. Í þriðju framlengingunni var það Jason Terry sem mætti með risaþrist og kom Boston í 116-113 og áttu liðsmenn Denver ekki afturkvæmt eftir það.
 
Tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar

FINAL
 
1:00 PM ET
LAC
102
NYK
88
22 30 19 31
 
 
 
 
17 27 26 18
102
88
  LAC NYK
P Crawford 27 Anthony 42
R Griffin 12 Chandler 11
A Paul 7 Felton 5
 
Highlights
 
FINAL
 
3:30 PM ET
LAL
97
Fréttir
- Auglýsing -