spot_img
HomeFréttirMiami jafnaði metin gegn Chicago

Miami jafnaði metin gegn Chicago

 
Miami Heat tókst í nótt að jafna metin í 1-1 gegn Chicago Bulls í úrslitum austurstrandarinnar í NBA deildinni. Lokatölur voru 75-85 Heat í vil og þar með er tveimur fyrstu leikjum seríunnar lokið og fóru þeir báðir fram á heimavelli Bulls, næstu tveir fara fram á heimavelli Heat.
LeBron James var stigahæsti maður vallarins með 29 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 24 stigum og 9 fráköstum. Hjá Bulls var Derrick Rose með 21 stig og 8 stoðsendingar.
 
Þriðji leikur liðanna fer fram á sunnudag en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður austurstrandarmeistari.
 
Mynd/ LeBron James hrökk í gírinn í fjórða leikhluta og gerði 9 af síðustu 12 stigum Heat í leiknum, þá var staðan 73-73.
 
Fréttir
- Auglýsing -