Staðan í úrslitaeinvígi Oklahoma City Thunder og Miami Heat er nú 1-1 eftir leik næturinnar þar sem Miami Heat tókst að jafna metin og halda nú með einn sigur á heimavöll sinn þar sem næstu tveir leikir fara fram. Lokatölur í viðureign liðanna í nótt voru 96-100 Miami í vil.
LeBron James fór fyrir Miami með 32 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og á lokaspettinum þegar Oklahoma hefði getað jafnað í 98-98 þá slapp James vel er hann virtist brjóta á Kevin Durant. Dwyane Wade bætti við 24 stigum og Bosh landaði tröllatvennu með 16 stig og 15 fráköst. Shane Battier gerði 17 stig fyrir Heat og var 5 af 7 í þristum.
Kevin Durant gerði 32 stig fyrir Oklahoma og tók 3 fráköst. Russell Westbrook var með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar og James Harden lagði sitt af mörku með 21 stig og 4 fráköst af bekknum.
Staðan er því eins og áður greinir 1-1 en einvígið færist nú yfir á heimavöll Miami Heat en leikur næurinnar var fyrsti tapleikur Oklahoma á heimavelli í úrslitakeppninni (9-1)!