spot_img
HomeFréttirMiami Heat vaktir upp af værum blundi

Miami Heat vaktir upp af værum blundi

Það er alltaf gaman þegar þessi lið mætast. Fyrri leikur liðanna í vetur endaði með öruggum sigri Miami og ljóst var að Popovich og félagar myndur skella í lás fyrir þennan til að sína öðrum liðum í deildinni að þeir eru tilbúnir fyrir úrslitakeppnina.
 
Stórkostleg skotsýning Spurs manna og engin svör frá Heat. Chris Bosh (10/16) var eini leikmaður Heat sem eitthvað hitti í leiknum en LeBron setti upp 6/18 línu og þar af 0/3 í þriggja. Kawhi Leonard hékk á honum eins og blautur frakki og þvingaði fjóra af fimm töpuðum boltum LeBron í leiknum. LeBron kenndi fótboltabúningum Adidas um hversu illa honum gekk að skjóta boltanum en það var ekki að sjá hjá Boris Diaw (5/5 og 2/2 fyrir utan) og Tim Duncan (9/13).
 
 
Fréttir
- Auglýsing -