spot_img
HomeFréttirMiami Heat tekur forystuna

Miami Heat tekur forystuna

Meistarar Miami Heat spiluðu hreint hræðilegan leik í fyrsta fjórðungi. Hittu 2/10 utan að velli og töpuðu 7 boltum. LeBron James var algerlega andlaus og klúðraði ítrekað á vandræðalegan hátt. Pacers komust mest í 15 stiga mun og héldu lengi vel. 
 
Þegar líða fór á annan hluta fóru meistararnir að rífa sig upp en það var ekki fyrr en þegar um fimm mínútur voru eftir af þriðja hluta sem LeBron James kom Miami yfir með stolnum bolta og troðslu. 
 
Roy Hibbert átti ágætisleik en Paul George skoraði meira þrátt fyrir að hafa hitt ákaflega illa. Hjá Miami voru það félagarnir LeBron og Wade sem skoruðu saman 49 stig.
 
Næsti leikur er á mánudagskvöldið.
 
Fréttir
- Auglýsing -