Eftir svakalegan sjötta leik óttuðust menn að spennustigið myndi glatast og annað liðið myndi sigra nokkuð örugglega. Svo var þó ekki og fengu körfuboltaaðdáendur eðal skemmtun í nótt. Miami Heat unnu San Antonio Spurs 95-88 og þar með titilinn í hörku spennandi leik það sem að hvorugt liðið náði stórri forustu.
LeBron James átti magnaðan leik þar sem hann skoraði 37 stig, 12 fráköst og 5 af 10 í þriggjastiga skotum. Dwyane Wade átti einnig góðan leik en á eftir LeBron þá var Shane Battier senuþjófurinn hjá Miami með 6 af 8 þristum, eða svokallaðan ‘Miller’ leik.
Duncan og félagar þurfa að bíta í það súra epli að hafa glatað þessu einvígi bæði í sjötta leiknum og líka í nótt. Aðdáendur Tim Duncan þurfa ekki að áhyggjur yfir því að það þetta hafi verið seinasti leikurinn hans því hann sagði á blaðamannafundi áðan aðspurður hvort hann væri að hætta: “Ekki eftir svona”.
Það besta úr seríunni