spot_img
HomeFréttirMiami Heat NBA meistari 2013

Miami Heat NBA meistari 2013

Eftir svakalegan sjötta leik óttuðust menn að spennustigið myndi glatast og annað liðið myndi sigra nokkuð örugglega. Svo var þó ekki og fengu körfuboltaaðdáendur eðal skemmtun í nótt. Miami Heat unnu San Antonio Spurs 95-88 og þar með titilinn í hörku spennandi leik það sem að hvorugt liðið náði stórri forustu.
LeBron James átti magnaðan leik þar sem hann skoraði 37 stig, 12 fráköst og 5 af 10 í þriggjastiga skotum. Dwyane Wade átti einnig góðan leik en á eftir LeBron þá var Shane Battier senuþjófurinn hjá Miami með 6 af 8 þristum, eða svokallaðan ‘Miller’ leik.
 
Duncan og félagar þurfa að bíta í það súra epli að hafa glatað þessu einvígi bæði í sjötta leiknum og líka í nótt. Aðdáendur Tim Duncan þurfa ekki að áhyggjur yfir því að það þetta hafi verið seinasti leikurinn hans því hann sagði á blaðamannafundi áðan aðspurður hvort hann væri að hætta: “Ekki eftir svona”.
 
 
Það besta úr seríunni
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -