spot_img
HomeFréttirMiami Heat - Dr. Jekyll eða Mr. Hyde?

Miami Heat – Dr. Jekyll eða Mr. Hyde?

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Miami Heat

 

Heimavöllur: American Airlines Arena

Þjálfari: Eric Spoelstra

 

Helstu komur: Kelly Olynik, Bam Adebayo.

Helstu brottfarir: Josh McRoberts

 

Miami Heat áttu stórfurðulegt tímabil síðast. Byrjuðu 11-30 og enduðu 30-11. Þess vegna er mjög erfitt að lesa í liðið, eru þeir eitt af lélegustu eða eitt af bestu liðum deildarinnar? Svarið liggur sennilega einhvers staðar þarna á milli.

 

Styrkleikar liðsins eru þjálfari sem er löngu búinn að sanna sig sem einn af þeim bestu í bransanum, svipað lið og síðast sem þýðir að það er lítið sem þarf til að slípa liðið saman og svo eru bestu leikmenn liðsins, þeir Goran Dragic og Hassan Whiteside einfaldlega virkilega góðir. Í kringum þá eru ólíkindatólin Dion Waiters og James Johnson til alls líklegir.

 

Veikleikarnir liggja aðallega í því að liðið er ekkert sérstaklega vel mannað þrátt fyrir 2 virkilega góða leikmenn þá eru restin af liðinu annaðhvort rulluspilarar eða leikmenn sem hafa ekki sannað sig í NBA deildinni. Liðið er ekki með leikmenn til þess að spila stabílan sóknarleik, til þess eru skyttur liðsins einfaldlega ekki nógu góðar.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

Goran Dragic
Dion Waiters
Rodney McGruder
James Johnson
Hassan Whiteside

 

 

Fylgstu með: Dion Waiters. Hann er eitt besta dæmi deildarinnar um leikmann með sjálfstraust sem er langt á undan getunni, stórskemmtilegur.

Gamlinginn: Udonis Haslem (37) er inn af fáum leikmönnum deildarinnar sem hefur alltaf verið hjá sama liðinu, gæti hætt eftir þetta tímabil. Vonandi fáum við að sjá nokkur stökkskot af endalínunni áður en það gerist.

 

 

Spáin: 43–39 – 6. sæti   

 

 

15. Chicago Bulls

14. Brooklyn Nets

13. New York Knicks

12. Orlando Magic

11. Atlanta Hawks

10. Indiana Pacers

9. Philadelphia 76ers

8. Detroit Pistons

7. Charlotte Hornets

6. Miami Heat

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -