spot_img
HomeFréttirMG10: Verður rosalegt einvígi

MG10: Verður rosalegt einvígi

Barátta Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Domino´s-deildar kvenna hefst í kvöld. Af þeim sökum setti Karfan.is sig í samband við Magnús Þór Gunnarsson sem hefur leikið með báðum félögum. Hann á von á rosalegu einvígi!

„Þetta verður held ég rosalegt einvígi. Og það verður vonandi mjög spennandi. En ef að Skallagrimur ætlar að eiga möguleika þá verða Sigrún og Tavelyn að eiga mjög góða leiki, þær mega ekki detta niður eins og þær hafa stundum gert í vetur. Svo þarf Skallagrímur að passa sig á pressu Keflvíkinga. Keflavík á væntanlega eftir að reyna keyra upp hraðann og pressa mikið ef það heppnast eru þær í góðum málum. En ég ætla að spá því að Sigrún noti sína reynslu og getu til að sigla þessu heim fyrir Skallagrím. Þær vinna annaðhvort 3-1 eða í oddaleik í kef 3-2.“

Einvígi Keflavíkur og Skallagríms hefst í kvöld eins og áður segir kl. 19:15 í TM-Höllinni í Keflavík.
 

Fréttir
- Auglýsing -