spot_img
HomeFréttirMG10 efstur eftir forkeppnina

MG10 efstur eftir forkeppnina

Forkeppni þriggja stiga keppninnar í karlaflokki á Stjörnuleikshátíðinni er lokið. Magnús Þór Gunnarsson leiðir listann eftir forkeppnina með 15 stig. Magnús Þór verður ásamt þremur öðrum í úrslitum keppninnar í hálfleik á Stjörnuviðureigninni í karlaflokki.
 
 
Úrslit forkeppninnar (nöfn eftir röð skotmanna)
 
Martin Hermannsson, KR 12
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 7
Nemanja Sovic, Þór Þorlákshöfn 6
Marvin Valdimarsson, Stjarnan 12
Kári Jónsson, Haukar 6
Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 15
Logi Gunnarsson, Njarðvík 13
 
Úrslit eru því skipuð þannig: Magnús Þór Gunnarsson Keflavík, Logi Gunnarsson Njarðvík, Marvin Valdimarsson Stjarnan og Martin Hermannsson KR.
 
Mynd/ [email protected] – Meiddur síðustu mánuði! Skiptir engu máli…samt efstur eftir fyrstu umferð í þriggja stiga keppninni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -