spot_img
HomeFréttirMG10: Ætli ég byrji nokkuð aftur fyrr en eftir áramót

MG10: Ætli ég byrji nokkuð aftur fyrr en eftir áramót

Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Keflavíkur er í viðtali á heimasíðu félagsins í dag. Magnús Þór handarbrotnaði á dögunum og hefur ekkert leikið með Keflavík að undanförnu. Í viðtalinu greinir Magnús frá því að það taki virkilega á andlegu hliðina að þurfa fylgjast með af hliðarlínunni.
 
 
„Ég fór í smá aðgerð síðasta mánudag og þá voru settir tveir pinnar inní hendina til þess að halda við bein svo það grói vel saman. Ég er að gæla við að ná bikarleiknum á móti Grindavík en ætli ég byrji nokkuð aftur fyrr en eftir áramót – ég verð líklega að taka skynsama ákvörðun núna og byrja ekki of snemma.“
 
  
Fréttir
- Auglýsing -