spot_img
HomeFréttirMetið er fallið!

Metið er fallið!

Skallagrímur og Stjarnan eigast nú við í Domino´s deild karla í Borgarnesi en fyrir leikinn var vitað að Páll Axel Vilbergsson þyrfti aðeins að gera tvær þriggja stiga körfur til að verða sá leikmaður í íslenskum körfuknattleik sem skorað hefur flesta þrista í deildarkeppninni.
 
 
Gamla metið átti Keflvíkingurinn Guðjón Skúlason sem var 965 þristar í deildarkeppninni. Páll Axel var kominn með 964 þrista fyrir leikinn í kvöld en þegar þetta er ritað hefur hann gert fimm þrista í leiknum og er kominn í alls 969 þrista á ferlinum í deildinni. Nú eru um fimm mínútur eftir af viðureign Skallagríms og Stjörnunnar og leiða heimamenn í Borgarnesi 81-71.
 
Nánar síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -