spot_img
HomeFréttirMet hjá Spurs sem jörðuðu Indiana

Met hjá Spurs sem jörðuðu Indiana

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og það er nokkuð ljóst að það styttist í úrslitakeppnina því „Pop“ gamli er kominn með stígvélasporana sína í fantaform. San Antonio Spurs unnu sinn átjánda deildarleik í röð í nótt er liðið lagði Indiana örugglega 77-103 á heimavelli Indiana.
 
 
Uppselt var í Bankers Life Fieldhouse í Indiana og máttu 18.165 áhorfendur sjá sína menn kjöldregna af San Antonio. Átján sigurleikir í röð og þar með nýtt met í herbúðum Spurs. Tony Parker var atkvæðamestur í liði Spurs með 22 stig og 4 stoðsendingar en Paul George var með 16 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Indiana.
 
Þá eru meistarar Miami Heat komnir á topp austurdeildarinnar með 51 sigur og 22 tapleiki en Miami lagði Toronto 93-83 í nótt. LeBron James gerði 32 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Miami en hjá Toronto var Vasquez með 17 stig af bekknum á 23 mínútum.
 
Topp 10 tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar

FINAL

 
7:00 PM ET
WAS

94
CHA

100
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
WAS 20 40 20 14 94
 
 
 
 
 
CHA 25 19 26 30 100
  WAS CHA
P Beal 20 Walker 21
R Gortat 11 Jefferson 11
A Miller 9 Walker 10
 
Highlights
 
Fréttir
- Auglýsing -