spot_img
HomeFréttirMet hjá Magic

Met hjá Magic

07:17:28
 Orlando Magic settu NBA-met í nótt þegar þeir settu 23 þriggja stiga körfur í stórsigri sínum á Sacramento Kings. Leikmenn Magic voru sjóðheitir og voru hinir fjölmörgu skotmenn þeirra allir að finna fjölina sína, Jameer Nelson hitti úr öllum sínum fimm skotum, JJ Redick og Keith Bogans hittu úr fjórum hvor og Rashard Lewis og Hedo Turkoglu úr þremur hvor.

Gamla metið, 21 þriggja stiga karfa, setti Toronto árið 2005, en stigaskor Orlando í leiknum, 139 stig, er það mesta hjá liðinu síðan 1995.

Meðal annars sem gerðist í NBA í nótt má geta þess að Lakers vann Houston í spennuleik, Miami vann Minnesota og rufu 5 leikja sigurhrinu, Charlotte vann Detroit, og toppliðið í Austurdeildinni, Cleveland, vann Memphis þar sem einn umdeildasti leikmaður deildarinnar, Darius Miles skoraði 13 stig og vantar því aðeins einn leik til að kosta Portland Trailblazers milljónir dala.

Úrslit næturinnar hér að neðan…

Charlotte 80
Detroit 78
Final

Cleveland 102
Memphis 87
Final

Miami 99
Minnesota 96
Final

LA Lakers 105
Houston 100
Final

Atlanta 102
Phoenix 107
Final

Dallas 97
Denver 99
Final

Orlando 139
Sacramento 107

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -