spot_img
HomeFréttirMestu þriggja stiga skyttur Dominosdeildar karla

Mestu þriggja stiga skyttur Dominosdeildar karla

Þriggja stiga skotið er að verða sífellt mikilvægara í íslenskum körfubolta og körfubolta almennt. En hvernir eru þær skyttur í Dominosdeild karla sem skjóta flestum þristum að hitta úr þeim? Hvað eru þeir að taka stóran hluta af skotum liðs síns? 
 
Myndin hér að neðan sýnir þá 15 leikmenn í Dominosdeild karla sem skjóta hvað flestum þriggja stiga skotum. Enginn þeirra hefur skotið færri en 75 skotum í vetur. Y-ásinn sýnir þriggja stiga skotnýtingu þeirra á leiktíðinni og X-ásinn sýnir hlutfall þeirra í heildarfjölda þriggja stiga skota liðs þeirra. Þeir sem eru að skjóta mikið af þriggja stiga skotum síns liðs og hitta vel úr þeim eru nær efra hægra horninu og þeir sem skjóta lítið af þriggja stiga skotum síns liðs og hitta illa úr þeim eru þá staðsettir í neðra vinstrahorninu.
 
 
Aðeins einn leikmaður tekur yfir 30% þriggja stiga skota síns liðs og það er Haukur Óskarsson en nýting hans í meðallagi eða um 33%. Sá sem á eftir honum kemur er Nemanja Sovic en hann tekur um 28% skota Þórs og hittir afburðavel úr þeim eða 43,53%. Páll Axel Vilbergsson er hins vegar að hitta best þeirra sem taka yfir fjórðung skota síns liðs eða 26% af skotunum og hittir 44,04%.
Fréttir
- Auglýsing -