spot_img
HomeFréttirMerlins með fimmta deildarsigurinn í röð

Merlins með fimmta deildarsigurinn í röð

19:13
{mosimage}

(Jóhann setti 18 stig fyrir Merlins í gær)

Jóhann Árni Ólafsson gerði 18 stig í gær þegar Proveo Merlins unnu sinn fimmta deildarsigur í röð í þýsku Pro B deildinni. Merlins mættu BIS Baskets Speyer og höfðu góðan 88-64 heimasigur á gestum sínum. Merlins eru sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en baráttan hefur harnað til muna í Þýskalandi og er von á æsispennandi lokaspretti hjá Jóhanni og félögum.

Jóhann var í byrjunarliðinu og lék í 27 mínútur, gerði 18 stig, tók 6 fráköst, var með 2 stolna bolta og eina stoðsendingu. Ed Williams var stigahæstur í liði Merlins með 29 stig.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -