06:00
{mosimage}
(Jóhann Árni í leik með Merlins fyrr á þessari leiktíð)
Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska Pro B liðinu Proveo Merlins komust um helgina aftur á beinu brautina með 72-87 útisigri á TSV Tröster. Jóhann Árni var í byrjunarliðinu og gerði 15 stig.
Fyrir leikinn um helgina höfðu Merlinsmenn tapað einum leik en þar á undan höfðu þeir unnið 15 deildarleiki í röð. Nú þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir eru Merlins í góðri stöðu, þeir leiða deildina með 42 stig en næstir þeim eru Herzöge Wolfenbuttel með 40 stig en tvö lið komast áfram upp í Pro A deildina, engin úrslitakeppni.
Eins og fyrr greinir var Jóhann Árni með 15 stig í sigri Merlins um helgina og var í byrjunarliðinu en hann lék í tæpar 23 mínútur í leiknum, gaf 2 stoðsendingar og var með 1 frákst.



