21:28
{mosimage}
(Jóhann og Merlins eru óstöðvandi um þessar mundir)
Proveo Merlins eru komnir á topp þýsku Pro B deildarinnar eftir risasigur á Herzöge Wolfenbüttel 109-73 í dag. Með sigrinum komust Merlins upp fyrir SOBA Dragons Rhöndorf sem steinlágu gegn Hannover Tigers í dag. Jóhann Árni Ólafsson var í byrjunarliði Merlins í dag og skoraði 13 stig í leiknum.
Jóhann lék í rétt rúmar 17 mínútur í leiknum, gerði 13 stig, tók 1 frákast og var með tvær stoðsendingar. Proveo Merlins hafa nú unnið 11 deildarsigra í röð og eru á rjúkandi siglingu með 17 sigurleiki í deildinni og aðeins 4 tapleiki.



