spot_img
HomeFréttirMenntaskólastrákarnir lögðu kjúklingana(Umfjöllun)

Menntaskólastrákarnir lögðu kjúklingana(Umfjöllun)

02:23

{mosimage}

FSu fór með sigur af hólmi þegar Haukar og FSu áttust við í lokaumferð 1. deildar karla. Leikurinn í gærkvöldi bar þess merki að liðin væru búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Haukar tefldu fram glænýju byrjunarliði og burðarásar liðsins eins og Sigurður Einarsson, Sveinn Ómar Sveinsson og Lúðvík Bjarnason byrjuðu á bekknum. Brynjar Karl þjálfari FSu gat einnig leyft sér að dreifa mínútunum milli manna sinna. FSu reyndust seigari í leiknum og unnu 81-104. Þar með er ljóst að þessi lið mætast í 1. umferð úrslitakeppni 1. deildar karla og verður fyrsti leikurinn á miðvikudag á Selfossi.

Það voru Selfyssingar sem tóku öll völd á vellinum í upphafi og komuast í 6-21. Haukar náðu að minnka muninn og í lok 1. leikhluta munaði 10 stigum 17-27 og Sævar Sigurmundsson skoraði sex síðustu stig FSu.

Sigurður Einarsson var svo sannarlega í aðalhlutverki hjá Haukum í 2. leikhluta hann skoraði 13 af 15 stigum Hauka í leikhlutanum. Í hálfleik munaði 17 stigum 32-49 og Selfyssingar sterkari aðilinn.

{mosimage}
(Stuttbuxur stóðu undir nafni í upphafi 9. áratugarins)

Seinni hálfleikur var nánast formsatriði fyrir Selfyssinga. Henning þjálfari Hauka tefldi fram óreyndari mönnum og leyfði þeim að spila mikið og setti það mark sitt á allan leikinn.

Stigahæsti leikmaður FSu var Árni Ragnarsson með 19 stig og hjá Haukum skoraði Sigurður Einarsson mest allra eða 24 stig á 16 mínútum.

Haukar léku að þessu sinni í búningum(kjúklingabúningum) sem voru notaðir fyrstu árin sem Haukar léku í úrvalsdeild en liðið kom upp árið 1983. Búningar þess tíma voru endurgerðir og notaðir í þessum leik en tilefnið var að 20 ár eru liðin síðan Haukar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti en leikmenn og stjórn þess tíma voru heiðursgestir á leiknum.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -