spot_img
HomeFréttirMeisturunum sópað út

Meisturunum sópað út

 Meistarar Dallas Mavericks eru greinilega ekki sama liðið og í fyrr því  Oklahoma City Thunder sópaði þeim út úr úrslitakeppninni í NBA í nótt.  Það munaði þó oft litlu á liðunum en í fyrstu tveimur leikjum liðanna munaði aðeins samanlagt 4 stigum á liðunum.  Dallas virtist ætla að sigra sinn fyrsta leik í nótt og voru með 13 stiga forskot fyrir fjórða og síðasta fjórðunginn en það dugði ekki til.  James Harden átti stórkostlegan fjórða leikhluta og skoraði þar 15 af þeim 29 stigum sem hann skoraði í leiknum til þess að tryggja sínu liði áfram með 6 stiga sigri, 103-97.  
 Indiana er komið með annan fótinn inní aðra umferð eftir tveggja stiga sigur á Orlando í framlengdum leik  í nótt, 101-99.  Indiana hefur því unnið 3 leiki gegn einum leik Orlando Magic.  David West fór fyrir sínum mönnum í Pacers og skoraði 26 stig ásamt því að hirða 12 fráköst en næstu menn voru Danny Granger með 21 stig og Roy Hibbert með 14 stig og 12 fráköst.  Í liði Orlando var Jason Richardson stigahæstur með 25 stig en næstur var Glen "Big Baby" Davis með 24 stig og 11 fráköst. 
 
Clippers rétt marði Memphis Grizzlies í nótt með eins stigs sigri, 86-87, eftir frábæran fjórða leikhluta.  Clippers.  Memphis fengu tækifæri til þess að stela sigrinum með seinasta skoti leiksins en það geigaði og Clippers hafa því tekið forustuna, 2-1 í einvígi liðanna.  Chris Paul var sem fyrr maðurinn á bakvið velgengni liðsins með 24 stig og 11 stoðsendingar.  Blake Griffin bætti við 17 stigum og þar á meðal glæsilega "buzzer-beater" troðslu undir lok fyrri hálfleiks.  Í liði Grizzlies var Rudy Gay stigahæstur með 24 stig en næstur kom Zach Randolph með 17 stig.  
 
San Antonio stefnir hraðleiðina í að sópa Utah Jazz út úr úrslitakeppninni eftir þriðja sigurinn gegn núll í nótt, 102-90.  Tony Parker sá til þess að Utah varð eftir þegar leið á leikinn en hann skoraði 26 stig í leiknum og gaf 6 stoðsendingar.  Hjá Utah Jazz voru  Devin Harris og Al Jefferson stigahæstir með 21 stig hvor. 
Fréttir
- Auglýsing -