spot_img
HomeFréttirMeistartitlar Keflvíkinga í rjáfurnar

Meistartitlar Keflvíkinga í rjáfurnar


Keflvíkingar hafa nú hengt uppí rjáfur Toyota-hallarinnar minningar um meistaratitla meistaraflokks liða þeirra. Frumkvæði að þessu átti fyrrum formaður deildarinnar Birgir Bragason. Hver meistaratitill birtist í mynd búnings félagsins með ári titils. Á öðrum vegg hússins eru titlar kvenna liðsins og hinum titlar karlaliðsins. Til gamans má geta að Anna María Sveinsdóttir hefur á einn eða annan hátt komið að öllum titlum kvenna liðsins, 22 talsins. Nýjasti er síðan í fyrra og það er eina árið sem hún spilaði ekki en var þá aðstoðarþjálfari.

Fréttir
- Auglýsing -