spot_img
HomeFréttirMeistararnir eru úr leik - Nuggets héldu sér á lífi gegn Clippers

Meistararnir eru úr leik – Nuggets héldu sér á lífi gegn Clippers

Tveir leikir fóru fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Denver Nuggets lið LA Clippers, 111-105, í fimmta leik einvígis liðanna. Clippers enn með 3-2 yfirhönd í seríunni, en Nuggets geta með sigri í næsta leik knúið fram oddaleik, tapi þeir hinsvegar, eru þeir úr leik og Clippers fara áfram.

Það helsta úr leik Clippers og Nuggets:

https://www.youtube.com/watch?v=K-Hb5VGCH8M

Í seinni leiknum vann Boston Celtics meistara Toronto Raptors, 92-87, í oddaleik. Verða það því Boston Celtics sem fara í úrslitaeinvígi Austurstrandarinnar, en þar mun liðið mæta sjóðandi heitu liði Miami Heat, sem á dögunum sló deildarmeistara síðasta tímabils, Milwaukee Bucks úr leik.

Það helsta úr leik Celtics og Raptors:

Úrslit næturinnar

Denver Nuggets 111 – 105 LA Clippers

Clippers leiða einvígið 3-2

Boston Celtics 92 – 87 Toronto Raptors

Celtics fara áfram í úrslit Austurstrandar 4-3

Fréttir
- Auglýsing -