spot_img
HomeFréttirMeistarar Spurs mæta Lakers í nótt

Meistarar Spurs mæta Lakers í nótt

18:21
{mosimage}

(Parker og félagar mæta Kobe og Lakers í nótt) 

Tveir leikir fara fram í NBA deildinni í nótt þegar LA Lakers tekur á móti San Antonio Spurs og Miami Heat fær Washington Wizards í heimsókn.  

San Antonio Spurs hefur á þessari leiktíð leikið 21 leik, unnið 17 og tapað fjórum. Spurs eru á toppi suðvesturriðils Vesturstrandarinnar en Lakers eru næstefstir í Pacific riðlinum á Vesturströndinni með 12 sigra og 8 tapleiki. Búist er við því að Tim Duncan verði ekki í leikmannahópi Spurs í nótt þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli og ef Spurs tapa leiknum gegn Lakers verður það í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem liðið tapar tveimur leikjum í röð. Þá verður leikurinn í nótt sá fyrsti sem Phil Jackson, þjálfari Lakers, stýrir sínum mönnum eftir að hann framlengdi samning sinn við Lakers til tveggja ára. Fjölmiðlar vestanhafs telja að nýji samningurinn færi Jackson um 24 milljónir dollara. 

Miami hefur mátt muna fífil sinn fegurri og mun tröllið Shaquille O´Neal vera æfur þessa dagana þar sem hann segir liðsfélaga sína ekki nægilega duglega að finna sig í teignum. Miami hefur leikið 21 leik á tímabilinu, unnið 6 en tapað 15. Þó hefur verið að rofa til hjá Miami sem unnið hefur tvo síðustu leiki sína. Washington Wizards, andstæðingar Miami í nótt, hafa einnig unnið síðustu tvo leiki en alls hafa þeir unnið 11 leiki það sem af er og tapað 10.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -