spot_img
HomeFréttirMeistarar Miami: 250 þúsund manna skrúðganga í gær

Meistarar Miami: 250 þúsund manna skrúðganga í gær

{mosimage}

(Dwyane Wade sprautar vatni á Miamiaðdáendur til að kæla þá niður í hitanum í gær) 

Um 250 þúsund manns fögnuðu NBA meistaratitlinum með Miami Heat á götum Miami í gær þar sem mikið var um dýrðir. Mest fór þó fyrir Shaquille O´Neal sem er maður sinna orða.

Þegar Shaq kom til Miami frá Lakers sagði hann: ,,Ég mun færa meistaratitil til Miami,” og það gerði kappinn en fékk smávægilega hjálp frá Dwyane Wade við verkið.

Á sigurhátíðinni var Shaq miðpunkturinn þar sem hann nánast rændi hljóðnemanum þar sem hann rappaði, stjórnaði fjöldasöng og manaði Pat Riley til þess að taka nokkur létt dansspor. Og til þess að svara spurningunni hér til hliðar þá var þetta sjöundi meistaratitill Pat Riley samkvæmt heimildum Karfan.is þannig þeir sem völdu svarmöguleikann ,,oftar” hafa rétt fyrir sér.

Nánar er hægt að lesa um sigurhátíðina með því að smella hér

Myndir: AP

{mosimage}

(Shaq umvafinn aðdáendum)

Fréttir
- Auglýsing -